FAQ

Q – HVAÐ ER NOCCO BCAA?

NOCCO BCAA er bragðgóður íþróttadrykkur með BCAA amínósýrum og vítamínum. Eins og er eru 5 tegundir með koffíni og 2 tegundir án koffíns. Allar vörur NOCCO eru sykurlausar og sætaðar með náttúrulegu sætuefninu súkralósa.

Q – HVAÐ ER NOCCO?

NOCCO er vörumerki frá Sænska fyrirtækinu No Carbs Company – íþróttamiðað fyrirtæki sem einblínir á heilbrigðan lífstíl.

Q – HVER ER MUNURINN Á NOCCO BCAA OG NOCCO BCAA+?

Til viðbótar við BCAA amínósýrur inniheldur NOCCO BCAA koffín og grænt te.

NOCCO BCAA+ er koffínlaus en inniheldur tvisvar sinnum meira af BCAA (5000mg). Báðar vörulínurnar innihalda sex mismunandi vítamín.

Q – HVAÐ ER BCAA?

BCAA stendur fyrir Branched Chain Amino Acids. BCAA eru þrjár mikilvægar amínósýrur, leucine, valine og isoleucine. Þetta eru amínósýrur sem mannslíkaminn getur ekki framleitt sjálfur og þarf því að nálgast með inntöku.

Q – HVERSU MÖRG MILLIGRÖMM AF BCAA INNIHELDUR NOCCO OG HVERSU MÖRG MILLIGRÖMM AF HVERRI AMÍNSÝRU?

NOCCO BCAA inniheldur 2500 mg af BCAA í hlutföllunum 8:1:1.
2000 mg af leucine, 250 mg af isoleucine og 250 mg af valine.

NOCCO BCAA + inniheldur 5000 mg af BCAA í hlutföllunum 4:1:1.
3333 mg af leucine, 833 mg af isoleucine og 833 mg af valine.

Q – HVAÐA VÍTAMÍN INNIHELDUR NOCCO BCAA?

Ein dós af Nocco inniheldur 5 mismunandi týpur af B-Vítamíni: fólinsýra, níasín, bíótín, B6 og B12. Fólinsýra, níasín, B6 og B12 draga úr þreytu og örmögnun. Bíótín, níasín, B6 og B12 stuðla að náttúrulegum efnaskiptum. Auð auki inniheldur NOCCO BCAA D-Vítamín sem stuðlar að eðlilegri vöðvavirkni.

Q –HVER ER MUNURINN Á PRÓTEINI OG AMÍNÓSÝRUM?

Prótein er gert úr 20 amínósýrum. 9 af þeim eru nauðsynlegar – líkaminn okkar getur ekki framleitt þær svo við verðum að fá þær í gegnum fæðuna.

Q – ER NOCCO BCAA FYRIR ALLA?

NOCCO BCAA er ekki æskilegur fyrir börn, barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti.

Q – Hversu mikið koffín er í NOCCO BCAA?

NOCCO BCAA kemur með mismunandi koffínmagni. Þessi venjulegi inniheldur 105mg af koffíni sem er eins og rúmur kaffibolli. Svo er til með meira koffíni sem er aðeins fyrir 18 ára og eldri en hann inniheldur 180mg af koffíni sem er svipað og tveir kaffibollar.

Q-Afhverju er prótein mikilvægt?

Öll hreyfing eykur prótínþörf vöðvanna og mjög erfiðar æfingar valda einnig vöðvaniðurbroti. Vegna þessa þarf líkaminn á próteini að halda til að viðhalda eðlilegri vöðvastarfsemi við miklar æfingar.

Q – Hversu margar dósir af NOCCO má drekka á dag?

Við mælum ekki með meiri neyslu en 2 dósir á dag.