NOCCO CHRISTMAS BREAKFAST

Þann 12. des sl. héldum við morgunverðarboð fyrir samstarfsaðila og vini. Við buðum þessu frábæra fólki að koma og eiga notalega stund með okkur áður en allt jólastressið myndi keyra yfir okkur.

Morgunverðurinn var haldinn á Lemon Suðurlandsbraut og á boðstólnum var að sjálfsögðu Sveinki ásamt flottum veitingum frá Lemon. Enginn annar en JJ eða Johnny J (Jón Jónsson) tók upp gítarinn og söng okkur inn í jólin. Svo tók Herra Hnetusmjör nokkur vel valin lög og lyfti fólki aðeins upp áður en það gekk inn í daginn alsælt eftir góða stund með góðu fólki. Við viljum þakka öllu því frábæra fólki sem við höfum unnið með á árinu og gert 2017 að neglu!

Gleðileg jól frá NOCCO