Nocco Training Day

Þann 21. júlí héldum við í fyrsta skipti á Íslandi Nocco Training Day – og þvílíkur dagur sem það var! Þessi viðburður var haldinn með því markmiði að leyfa fólki að kynnast teyminu okkar og mismunandi æfingum sem þau stunda ásamt því að taka vel á því. Það var fullbókað á innan við sólahring, sem fór algjörlega fram úr okkar björtustu vonum.  Við komu fengu allir stútfullan goodie bag og sérmerktan æfingarbol. Við viljum þakka öllum þeim sem komu og áttu yndislegan dag með okkur. Vonandi sjáum við ykkur aftur að ári!